top of page

LEIGUSKILMÁLAR

Leigufyrirkomulag

1.

Leiguvörur eru bókaðar á partyprepp.is eða í gegnum tölvupóstfangið partyprepp@partyprepp.is.

2.

Greitt er fyrir leigu áður en afhending búnaðar á sér stað.

3.

Afhending búnaðar er samningsatriði – Partý Prepp getur annast flutning en því getur fylgt aukinn kostnaður nema annað komi fram við bókun. Heimsending á búnaði er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu.

4.

Hægt er að afbóka leigu með 48 tíma fyrirvara án kostnaðar. Sé afbókað innan 48 tíma greiðist 50% af leiguverði búnaðar. Afbókanir berist á tölvupóstfangið partyprepp@partyprepp.is.

Leigutími

5.

Leigutími er sólarhringur nema annað komi fram og miða öll verð á heimasíðunni við það nema annað komi fram við einstaka vörur. Auka dagur er 50% af leiguverði fyrir hvern auka dag umfram það sem bókað er upphaflega.

6.

Miðast við er að búnaður sé sóttur á milli 18:00 og 20:00 og búið að skila búnaðinum á sama tíma daginn eftir, nema um annað sé samið.

7.

Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma skal greitt fullt leiguverð fyrir hvern liðinn dag frá skiladegi.

8.

Hægt er að fá tilboð í leigur til lengri tíma.

Ábyrgð/Tryggingar

9.

Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum/búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar vara/búnaður er afhentur.

10.

Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.

11.

Partý Prepp býður viðskiptavinum upp á að kaupa tryggingu á leigðan búnað. Tryggingagjald er 10% af leiguverði og er sjálfsábyrgð tryggingar 10% af endurnýjunarverði búnaðar ef uppsetning búnaðar er eftir leiðbeiningum. Sjálfsábyrgð er þó aldrei lægri en 50.000 krónur ef rekja má tjón til bótaskylds atburðar.

12.

Skila skal öllum vörum/búnaði hreinum. Sé búnaður ekki í því ástandi sem hann er leigður út í skal greiða þrifagjald kr. 2.500 – 5.000 (mismunandi eftir vörum/búnaði).

bottom of page