top of page

Persónuverndarstefna

Vafrakökur

Partý Prepp ehf. notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og árangursríka virkni vefsins. Vafrakökur eru notaðar til margvíslegra nota, þar á meðal til að greina vefnotkun, bæta virkni vefsins og stýra auglýsingum að markhópum. Fyrir nánari útskýringar um vafrakökur, sérstaklega hvernig á að slökkva á þeim, mælum við með heimsókn á www.allaboutcookies.org.

 

Persónuvernd

Okkur hjá Partý Prepp ehf. er umhugað um öryggi og persónuvernd þinna upplýsinga. Þessi persónuverndarstefna útskýrir:

  • Hvaða persónuupplýsingum er safnað.

  • Hvernig þeim er safnað og þær notaðar.

  • Hvernig þú getur nýtt þín réttindi.

Stefna okkar byggist á íslenskum lögum og almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR). Ef þú hefur spurningar, geturðu haft samband í gegnum tölvupóst: partyprepp@partyprepp.is.


Hvers vegna safnað er persónuupplýsingum?

Við söfnum persónuupplýsingum til að tryggja rétta virkni vefverslunarinnar og veita þér góða þjónustu. Helstu ástæður eru:

  • Að vinna pantanir og skipuleggja afhendingar.

  • Að útbúa reikninga og pöntunarstaðfestingar.

  • Að hafa samskipti og skima fyrir hugsanlegri áhættu, s.s. svikum.

  • Að bæta upplifun notenda og greina hegðun á vefsíðunni.

 

Hvaða persónu upplýsingum er safnað?

Upplýsingar um tæki

Þegar þú heimsækir vefsíðuna, gætum við safnað eftirfarandi upplýsingum:

  • Vafragerð, IP-tölu og tímabelti.

  • Upplýsingum um hvaða vefsíður og hvaða leitarskilyrði vísuðu þér á okkar síðu.

Pöntunarupplýsingar

Þegar þú leggur inn pöntun, söfnum við eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.

  • Greiðsluupplýsingum.

Tækni sem við notum

  • Vafrakökur: Litlar gagnaskrár sem vista upplýsingar.

  • Annálaskrár: Skráir atburðarás og tilvísanir (t.d. IP-tölur).

  • Pixlar og vefmerki: Rafrænar skráir til að greina hegðun notenda.

 

Hvernig eru persónuupplýsingar þínar notaðar?

  • Til að vinna rétt pantanir og þjónusta þig í samræmi við val þitt.

  • Til að greina hegðun og tryggja öryggi (t.d. áhættugreining svika).

  • Til að styrkja markmiðssettar auglýsingaherferðir.

Áframsending á persónuupplýsingum

Upplýsingar geta verið flutt út fyrir Evrópu (t.d. til Kanada og Bandaríkjanna), með tilhlýtandi samningum til að tryggja öryggi.

 

Þín réttindi

Ef þú ert búsett/-ur í Evrópu hefur þú rétt á að:

  • Fá aðgang að þínum persónuupplýsingum.

  • Biðja um að þær verði uppfærðar, leiðréttar eða þeim eytt.

Til að nýta þennan rétt, hafðu samband í gegnum partyprepp@partyprepp.is.

 

Aldurstakmark

Ekki er talið æskilegt að einstaklingar undir 16 ára aldri versli á vefnum nema með leyfi foreldris eða forráðamanns.

 

Breytingar

Persónuverndarstefna þessi getur breyst án fyrirvara til að endurspegla ný vinnubrögð eða lagabreytingar. Vinsamlegast kynntu þér hana reglulega.

 

Tengiliðaupplýsingar

Ef þú hefur spurningar, leggur fram kvartanir eða vilt vita meira:

 

Varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við meðferð persónuupplýsinga vegna vefverslunar Partý Prepp ehf. skal bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

bottom of page